Nýtið blómin og kryddjurtirnar

Nýtið ykkur æt blóm í klaka sem flott er að setja út í vatn eða sumardrykki. Skógarmalva (Malva sylvestris) er hér á myndinni. Prófið líka að frysta í klaka hádegisblóm (Dorotheanthus bellidiformis), fjólur (Viola tricolor), stjúpur (Viola x wittrockiana) sem öll eru með milt bragð og skáblað (Begonia x tuberhybrida) ef vilið þið fá súrt bragð.

Betlehemstjarna (Campanula isophylla) var vinsælt inniblóm fyrir nokkrum áratugum en er nú notuð til prýði í hengipotta og ker úti við. Hún er með fallegar bláar klukkur og afar blómviljug. Til að hún lifi frá ári til árs þá er lag að taka hana inn á haustin og geyma yfir veturinn inni í óupphituðu gróðurhúsi eða undir yfirbreiðslu.

Skærmbillede 2018-07-31 kl. 15.49.26.png

Nýtið kryddjurtirnar ykkar jöfnum höndum og þær vaxa. Notið graslaukinn, hjálmlauk og skessujurt allt sumarið og svo eftir því sem plönturnar vaxa til matagerðar. Ef vöxturinn er meiri en þið fáið torgað jafnóðum þá er tilvalið að búa til kryddolíur, þurrka kryddið til seinni nota eða útbúa súputeninga með því að frysta kryddið í vatni og geyma. Ekkert ætti að þurfa að fara til spillis.