Námskeið á næstunni

Kryddjurtarækt - 26. október

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu tegundir kryddjurta sem rækta má í garðinum, sumarhúsalandinu, á svölunum, í eldhúsglugganum og með vatnsrækt.

Ræktun undir ljósi - 9. nóvember

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu tegundir ræktunarljósa, hvaða tegundir henta best til inniræktunar, hvaða rými ætti að velja og hvernig vatnsrækt virkar.

Töff og náttúrulegar aðventuskreytingar - 16. nóvember

Á námskeiðinu læra nemendur að gera frumlegar umhverfisvænar aðventuskreytingar þar sem notaður er efniviður úr skóginum, greinar, könglar og þykkblöðungar. Nemendur hafa með sér 3 skreytingar heim.

Pottaplöntubarinn - 18. janúar 2020

Viltu fríska uppá pottaplönturnar þínar og eða eignast nýjar? Kynna þér nýjar tegundir, læra að umpotta, taka græðlinga og raða saman smart tegundum í samplantanir. Ef svo er þá er þetta námskeið fyrir þig.

Djásn úr drasli - 25. janúar 2020

Margt af því sem við hendum er nýtanlegt í allskyns annað. Á námskeiðinu eru kynntar ótal hugmyndir um hvernig megi nýta betur. Moltugerð er kynnt, hvað hægt er að gera við matarafganga, nýtist pappírinn og plasti í handverk og hvernig er hægt að breyta löskuðum húsgöngum í flottar mublur.

Umönnun, ræktun og samsetning fjölærra blómbeða - 25. apríl 2020

Fjölæringar eru heillandi heimur sem Embla kynnir á námskeiði sínu um fjölærar blómplöntur, segir frá fjölda tegunda, ræktunaraðferðum, skiptingu plantanna. Hún fer yfir hvaða tegundir fara vel saman og mynda ómótstæðilega heild.

Nánar: http://www.rit.is/namskeid/kryddjurtir