Konungleg blómasýning og hænsnarækt í heimagarðinum.

s&g_kapa_3tbl_2019-600px.png

Nýjasta tölublaðið er komið í verslanir. Í blaðinu fjöllum við um eina merkustu blóma og garðyrkjusýningu Evrópu "The Chelsea Flower Show". Í lok maí fóru þeir Óli Finnsson og ljósmyndari blaðsins Páll Jökull til London til að mynda og upplifa sýninguna. Við sýnum brot af fegurðinni og biðjum ykkur vel að njóta.

Þemaefni blaðsins er hænsnarækt og kom það skemmtilega á óvart hversu margir eru með hænsni í garðinum og sumarbústaðarlandinu og njóta þess í botn að fylgjast með fiðurfénu og eggjunum sem eru sannarlega búbót.

Erling Ólafsson og Matthías Alfreðsson leggja á ráðin með okkur hvernig vinna má bug á lúsmýinu. Í Kerhrauni í Grímsnesi hefur Guðrún M. Njálsdóttir og eiginmaður hennar Guðfinnur Traustason komið sér vel fyrir. Þar hafa þau ræktað sér sinn sælureit í áður rauðri eyðimörk. Við gefum uppskrift hvernig leirbaka má silung á opnum eldi og nýta villtar íslenskar jurtir til kryddunar og margt margt fleira.