Sáning kryddjurta

Nú er vorið að nálgast og kominn tími til að sá fyrir kryddurtunum svo að plönturnar verði tilbúnar þegar hlýnar í veðri. Hér er stutt vídeó sem segir frá því þegar Auðir ritstjóri byrjaði að sá fyrir vorið. Námskeiðin okkar eru einnig að hefjast. Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur, það eru ennþá nokkur pláss laus á næstu vikum.

Uppskeran í hús

Auður með uppskeruna úr grenndargarðinum á eldhúsborðinu.

Við sem ræktum grænmeti, krydd og skrúðmeti erum lukkunnar pamfílar. Haustið er sá tími sem húsið fyllist af grænmeti. Kartöflurnar fara í rimlakassa og eru geymdar í bílskúrnum þar sem hitinn fer ekki niður fyrir 4°C. Gulrætur og annað rótargrænmeti er sett í kassa umlukið sandi og geymast á svölum stað. Káltegundir er gott að súrsa eða sjóða niður. Kálið gufusýð ég í 2-4 mínútur og snöggkæli undir kaldri vatnsbunu áður en ég set í frysti. Stilksellerí þurrfrysti ég. Krydd ýmist þurrka ég eða frysti í vatnsteningum. Fátt jafnast á við góðan vetraforða og aðgengi að eigin grænmeti.

Ekki bíða með að uppskera

Þau ykkar sem eru að rækta krydd og matjurtir hvet ég til að uppskera jöfnum höndum þegar jurtirnar eru sprottnar og ekki bíða þar til þær vaxa úr sér eða tréna. Taka utan með salatinu, klípa blöð af kryddinu og freistast til að fara undir kartöflugrösin og sækja í soðið eina og eina kartöflu. Fátt er betra en nýupptekið grænmeti og ferskt krydd.