Smíðaðu vindmyllu fyrir 5000 krónur
/Til að framleiða sína eigin raforku er verðmiðinn oft það hár að fjárfestingin myndi ekki borga sig nema á mörgum árum enda rafmagn tiltölulega ódýrt á Íslandi. Fáir hafa bæjarlæki eða vatnsfall sem hægt er að virkja og sólarsellur virka hér fínt yfir sumartímann. Ekki skortir vindinn á Íslandi en 600-1000 Watta vindmyllur sem duga fyrir sumarhús kosta skildinginn. En hvað ef þú gætir smíðað þína eigin vindmyllu fyrir 5.000 kr?
Í nýjasta tölublaðinu sögðum við frá Daniel Connell sem er nýsjálenskur þrívíddar- og ferlahönnuður og hélt nýverið námskeið á vegum Töfrastaða í vindmyllusmíði úr endurunnum hráefnum í ágústmánuði síðastliðnum. Daniel hefur ferðast um heiminn undanfarin 4 ár að kenna smíði á vindmyllum. Námskeiðið var haldið á Býli andans í Grafningi og skipuleggjandi þess var Mörður G. Ottesen. Námskeiðið var fjölsótt og komust færri að en vildu. Nemendurnir smíðuðu vindmyllu saman með aðstoð kennarans og var vindmyllan sett upp á bænum. Hér má sjá kennslumyndband sem Daniel bjó til um smíði sinnar eigin vindmyllu fyrir 5.000 kr.