Bongóblíða í gróðurhúsinu og töfrandi miðaldaskógur
/Það kennir ýmissa grasa í þessu tölublaði og eru gróðurhúsin áberandi enda ræktunartíminn runninn upp. Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um gróðurhús, við gefum góð ráð varðandi val á nýju gróðurhúsi og hverjir eru helstu söluaðilar.
Í blaðinu er viðtal við Jón Guðmundsson garðyrkjufræðing sem lumar á mörgum nýjum og spennandi matjurtum sem hann ræktar í garðinum sínum á Akranesi og inni í góðurhúsi.
Jóhann Óli segir frá hreiðurgerð spörfugla sem er sannkölluð listasmíð náttúrnnar. Við spjöllum við Loja sem saumar sögur í kaffipoka og heimsækjum Hillu sem hefur ræktað upp einn fallegasta garð á Austfjörðum samhliða því að stunda róðra út við Djúpavog. Rúsínan í pulsuendanum er svo heimsókn okkar á slóðir hobbitanna í Puzzlewood sem er töfrandi miðaldaskógur í Bretlandi og kennum hvernig djúpsteikja má fífla ásamt mörgu fleiru.