Hlúð að garðhúsgögnunum
/Ef útihúsgöngin eru farin að láta á sjá er lag að hlúa að þeim. Grámi sest á timburhúsgögn ef þau eru ekki fúavarin reglulega. Hann má fjarlægja með vatnsþynnanlegri efnablöndu sem fæst í byggingavöruverslunum. Efninu er úðað á húsgögnin, það er svo látið virka í svolítinn tíma og skolað af með vatni. Stundum þarf að endurtaka meðferðina og að lokum þurfa húsgögnin að þorna. Ef þörf er á þá er sandpappír gagnlegur til að pússa viðinn áður en góð fúavörn er borin á húsgöngin eða þau máluð.
Garðhúsgögnum úr stáli hættir til að ryðga. Vírbursti kemur að góðum notum til að losa um ryðið og síðan þarf að hreinsa og pússa. Að lokum þarf að grunna þau og mála með málningu sem ætluð er á járn.