Aðventu- og jólablað Sumarhússins og garðsins

s&g_kapa_5tbl_2019-600px.jpg

Ritstjórnin komst svo sannarlega í hátíðarskap við vinnslu blaðsins enda troðið af fögrum skreytingar hugmyndum, heimagerðum jólagjöfum og notalegu lestrarefni sem gefur yl í hjarta á aðventu. Við biðjum þá áskrifendur okkar sem hafa flutt nýverið að senda okkur nýtt heimilisfang svo blaðið berist á réttan stað.

Sveitasæla á forsíðu

Skáldakonurnar Guðrún Eva Mínervudóttir og Soffía Bjarnadóttir segja frá þörfinni að komast út úr ys og þys hversdagsins og umlykja sig náttúru. Guðrún Eva flutti til skáldabæjarins Hveragerðis fyrir nokkrum árum þar sem hún skrifar allar sínar bækur.

Rósina í hnappagatið að þessu sinni fær Hafsteinn Hafliðason fyrir sitt óeigingjarna starf í fræðslu um plöntur á samfélagsmiðlum. Jóhann Óli segir frá fiðruðum nýbúum Íslands, Grænn markaður gefur tóninn í skreytingum yfir hátíðarnar og sínum frá skreytingum nemenda í Garðyrkjuskólanum á blómaskreytingabraut. Bergsveinn Arelíusarson gefur uppskrift af ABBA brauði og rjúpusósu sem fullkomnar hátíðarstundina og margt margt fleira.

Varstu að flytja?
Hafi blaðið ekki borist til þín áskrifandi góður vegna breytinga á heimilisfangi eða að póstburðurinn hafi brugðist þá hafið vinsamlega samband í síma 578 4800, eða sendið okkur upplýsingar á netfangið audur@rit.is og við sendum þér eintakið þitt um hæl.