Nýtt námskeið hjá Sumarhúsinu og garðinum

LED---Landscape-600px.jpg

Næstkomandi laugardag höldum við námskeiðið "Ræktun undir ljósi". Námskeiðið er haldið í Fossheiði 1 á Selfossi frá 11-14. Þar kennir Óli Finnsson garðyrkjufræðingur bestu aðferðirnar í inniræktun með ljósum og hvernig rækta má tómata, gúrkur, chili-pipar eða krydd.

Þar verður farið yfir hvaða ljós sé best að nota eftir hvaða plöntur er verið að rækta, hvaða yrki henta best til inniræktunar og hvaða rými eru hentugust. Einnig verður vatnsræktun kennd og farið yfir næringargjöf undir ljósum. Gefin verða handhæg ráð sem gera alla að sérfræðingum í inniræktun.

Óli Finnsson er garðyrkjufræðingur af ylræktarbraut og hefur mikla reynslu af uppsetningu og ræktun í heimarýmum. Námskeiðið er 3 klukkustundir. Einstaklingsmiðuð kennsla og nemendur eru að hámarki 10.

Kennari: Óli Finnsson garðyrkjufræðingur
Hvenær: Laugardaginn 9 nóvember 2019 kl 11:00-14:00
Staður: Fossheiði 1, 800 Selfossi
Verð: kr. 7.800

Skráning á: http://www.rit.is/namskeid/kryddjurtir/krydd-nrhxx-jtsjk-9ylky-9jax8