Graslaukur er fjölær lauktegund sem auðvelt er að fjölga með skiptingu að vori eða hausti. Stingið plöntuna upp eða hluta hennar, toga rótina í sundur og fáið þannig fjölda nýrra plantna. Í matseld eru bæði blöð og blóm notuð, laukbragðið er daufara af blómunum en blöðunum og eru þau falleg í salat og ýmsa rétti.