Áburður í matjurtagarðinn
/Áburður er ýmist lífrænn í formi moltu, saurs og hlands búfjár, fiskimjöls, þörungamjöls eða svokallaður tilbúinn áburður. Tilbúinn áburður er unninn úr andrúmsloftinu og jarðefnum. Plöntur nýta sér um 18 – 20 frumefni til að geta vaxið og fjölgað sér. Í ræktun er þörf á að bregðast við ef eitthvert efnanna skortir til að tryggja góða uppskeru.