Uppskeran í hús
/Við sem ræktum grænmeti, krydd og skrúðmeti erum lukkunnar pamfílar. Haustið er sá tími sem húsið fyllist af grænmeti. Kartöflurnar fara í rimlakassa og eru geymdar í bílskúrnum þar sem hitinn fer ekki niður fyrir 4°C. Gulrætur og annað rótargrænmeti er sett í kassa umlukið sandi og geymast á svölum stað. Káltegundir er gott að súrsa eða sjóða niður. Kálið gufusýð ég í 2-4 mínútur og snöggkæli undir kaldri vatnsbunu áður en ég set í frysti. Stilksellerí þurrfrysti ég. Krydd ýmist þurrka ég eða frysti í vatnsteningum. Fátt jafnast á við góðan vetraforða og aðgengi að eigin grænmeti.