Grænmetisuppskera - Auður allt árið
/Auður sýnir okkur öllum að þó að ræktun taki langan tíma, þá borgar hún sig alltaf. Hér er hún að sýna uppskeruna sína og fyllir fangið af grænu gómsæti.
Auður sýnir okkur öllum að þó að ræktun taki langan tíma, þá borgar hún sig alltaf. Hér er hún að sýna uppskeruna sína og fyllir fangið af grænu gómsæti.
Við sem ræktum grænmeti, krydd og skrúðmeti erum lukkunnar pamfílar. Haustið er sá tími sem húsið fyllist af grænmeti. Kartöflurnar fara í rimlakassa og eru geymdar í bílskúrnum þar sem hitinn fer ekki niður fyrir 4°C. Gulrætur og annað rótargrænmeti er sett í kassa umlukið sandi og geymast á svölum stað. Káltegundir er gott að súrsa eða sjóða niður. Kálið gufusýð ég í 2-4 mínútur og snöggkæli undir kaldri vatnsbunu áður en ég set í frysti. Stilksellerí þurrfrysti ég. Krydd ýmist þurrka ég eða frysti í vatnsteningum. Fátt jafnast á við góðan vetraforða og aðgengi að eigin grænmeti.