Haustið er komið

Gjáin í Þjórsárdal

Gjáin í Þjórsárdal.

Haustlitirnir njóta sín í þverrandi birtu og ökuferð í skóglendi, ganga um berjavaxnar fjallshlíðar og garðinn er sannarlega augnakonfekt. Ég verð með námseið í vistrækt og hraukbeðagerð í mánuðinum og við Petra Stefánsdóttir blómaskreytir höfum verið að safna að okkur efnivið í okkar árlega haustkransanámskeið. Námskeiðið sló í gegn í fyrra og skráning á námskeiðin fer vel að stað í ár. Við verðum með Opið hús – haustfagnað, 22. október í Fossheiði 1 á Selfossi. Takið daginn frá og hjartanlega velkomin.

 

Laufið og sölnuðu stönglarnir

Ekki amast yfir laufinu, laufið er teppið sem þekur jarðveg og veitir honum skjól. Þykk lög af því eru ekki heppileg á grasfletinum og því skynsamlegt að raka þau og setja út í blómabeðin eða geyma til íblöndunar við lífrænar eldhúsleifar fyrir veturinn. Laufið verður orðið að mold að vori og aðgengileg fæða fyrir ánamaðka er þeir skríða upp eftir vetrardvala. Eins ættuð þið ekki hreinsa burt visna stöngla af fjölærum plöntum. Leyfum þeim að vera þær hlífa rótinni yfir veturinn.

 

Keukenhof garðurinn í Hollandi.

Keukenhof garðurinn í Hollandi.

Nú er tími haustlaukanna

Haustlaukranir mynda rætur fyrir frost og eru tilbúnir að vaxa strax er hlýnar á vorin. Við hvetjum garð- og sumarhúsalóðaeigendur að kíkja á úrvalið sem er afar fjölbreytt í ár. Klókt er að velja laukategundir sem blómgast á mismunandi tímum og setja niður í þyrpingar í beðin, crókusa í grasflötina, túlípana og páskaliljur í beðin og keisarakrónuna þar sem vænta má músagangs því litlu nagdýrunum hugnast ekki lyktin af lauknum. Þumalputtareglan í gróðursetningunni er að laukarnir far þrisvar stærð lauksins niður og bilið á milli laukanna er áþekkt. Laukar gera mikið fyrir garðinn, þeir eru ódýrir og hægt er að velja milli fjölda tegunda, hæðar, blómlita og lögunar.

 

Doka við með snyrtingu trjáa

Ekki klippa trjágróður á haustin sem móttækilegur er fyrir átusmiti. Áta er sveppasjúkdómur sem herjar á lerki, reyni, gullregn og víði. Gróin eru í mesta mæli á sveimi á haustin og eiga greiðan aðgang að sárinu sem myndast þegar greinar eru sneiddar af trjánum. Bíðið fram í febrúar með snyrtingar á þessum tegundum.

 Safnið fræjum af fjölæringum

Er vorar er spennandi að eiga fræ til að láta spíra meðan vorsins er beðið. Notarlegt er að sjá nýgræðinginn teygja sig upp úr moldinni meðan enn er kalsi í veðri og gróandinn enn í dvala utandyra. Safnið endilega fræjum, þau sem ekki þurfa kaldörvun eru þurrkað og geymd á svölum stað fram í mars – apríl og þá er þeim sáð.

Stefnumót við Múlatorg 16. júlí 2022

Nú fögnum við. Tilefnið er ærið. Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn hefur verið gefið út í 30 ár. Sumarhátíð okkar Stefnumót við Múlatorg er tileinkuð tímamótunum. Við höfum boðið áskrifendum okkar, viðskiptavinum og þjóðinni allri í garðinn að Fossheiði 1 á Selfossi síðustu átta ár. Þar höfum við ætíð verið með einstaklega áhugaverð skemmtiatriði, fræðslu, sýningar og markaðstorg. Í ár er viðhafnarbragur á hátíðinni.

 

Sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar er Elmar Gilbertsson, tenórsöngvari. Elmar er með eina fegurstu rödd landsins og mun syngja fyrir gesti í Fossheiðargarðinum. Raftónlistardúettinn Huldumaður og víbrasjón sem þau Hekla Magnúsdóttir og Sindri Freyr Steinsson skipa, spilar áhugaverða tónlist á þeramín og gítar. Auk þessa verður Páll Jökull Pétursson ljósmyndari með glænýjar myndir úr náttúru Íslands. Í boði verður sýning á exótískum dýrum. Froskasmalinn, Amanda MacQuin, leyfir gestum að skyggnast inn í allsérstakt áhugamál sitt. Goðlingar, afkvæmi Norrænna guða, bjóða seið og lækningajurtir undan rótum Yggdrasils og Páll Jakob Líndal, dr. í umhverfissálfræði ræðir við gesti um samspil fólks og umhverfis. Fræðsla, kynningar og sýningar á allskyns plöntum setja svip sinn á hátíðina og ásamt svo mörgu öðru.

 

Á markaðstorgið höfum við þegar bókað 25 aðila sem bjóða til sölu vandað handverk, listmuni, vörur fyrir sumarhúsið og garðinn og ótal margt annað. Nokkur fyrirtæki verða með uppstillingar og dreifingu upplýsinga á markaðinum.

 

Í ár er hátíðin einstök, fræðslan mögnuð og tónlistaratriðin afar metnaðarfull. Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins er einstök upplifun og það er frítt á hátíðina.

 

Með kærri kveðju

Auður I. Ottesen, Páll Jökull Pétursson

Menningarverðlaun Árborgar

Auður I. Ottesen, ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn, hlaut á dögunum menningarviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar 2022.

Frá því að Auður flutti á Selfoss árið 2011 hefur hún verið virk í viðburða- og námskeiðahaldi bæði í sveitarfélaginu og utan þess. Með menntun sem húsgagna- og húsasmiður, garðyrkjufræðingur, þátttöku í fjölda námskeiða og handhafi PDC, Permaculture Design Certificate ber Auður marga titla og lætur til sín taka hvar sem hún mætir.

Hjónin Auður og Páll Jökull Pétursson eiga útgáfu og þjónustufyrirtækið Sumarhúsið og garðurinn og stendur Auður í dag fyrir útgáfu tímarits og bóka, heldur námskeið og stýrir sýninga- og ráðstefnuhaldi fyrir ólíka hópa af öllum stærðum.

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn kom fyrst út árið 1993 og fyrstu sjö árin var tímaritinu dreift frítt til sumarhúsaeigenda undir nafninu Sumarhúsið. Árið 2009 bættist svo við farsælt námskeiðahald hjá Auði, meðal annars í ræktun mat- og kryddjurta. Um 1.700 nemendur hafa sótt námskeið Sumarhússins og garðsins sem haldin hafa verið víða um land.

Grenndargarðar og stefnumót
Árið 2014 óskaði Auður eftir samstarfi við Sveitarfélagið Árborg við að koma upp grenndargörðum á Selfossi til að efla þátttöku íbúa í ræktun á matjurtum. Auður hefur haldið utan um skipulagningu og viðhald á grenndargörðum á Selfossi. Auður hefur einnig verið í forsvari fyrir gróðursetningu og fegrun við hundasleppisvæðið á Selfossi.

Frá 2014 hefur Auður árlega haldið fjörugan markaðsdag með sýningu og sölu á plöntum, handverki og listmunum í Fossheiðagarði þeirra hjóna við Múlatorg. Næsta Stefnumót við Múlatorg verður haldið laugardaginn 16. júlí nú í ár.

Menningarviðurkenningin var afhent á hátíðinni Vor í Árborg en það var Guðmundur Kr. Jónsson sem afhenti Auði verðlaunin fyrir hönd frístunda- og menningarnefndar Árborgar.

Frétt á www.sunnlenska.is

Krossgátuverðlaun

Í tilefni af 30 ára útgáfuafmæli tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn ákváðum við að veita 10 manns verðlaun fyrir rétta lausn á krossgátunni í 1. tölublaði 2022. Eftirtaldir aðilar fá því senda bókina „A Portrait of Iceland“ sem er ljósmyndabók með íslandsmyndum, höfundur Páll Jökull Pétursson.

Lausn krossgátu í 1. tölublaði. „Hafragrautur“

Björg Árnadóttir, Reykjavík

Steinunn Þórarinsdóttir, Hveragerði

Guðrún Guðnadóttir, Hafnarfirði

Andri Jónasson, Kópavogur 

Halldór Svansson, Reykjavík

Snjólaug Ósk Aðalsteinsdóttir, Akureyri

Níels Bjarki Finsen, Kópavogur

Elín Margrét Hjelm, Selfoss

Sigrún Guðjónsdóttir, Neskaupstað.

Guðný S. Ólafsdóttir, Dalvík.

Afmælisár - Sumarhúsið og garðurinn 30 ára

Á árinu 2022 fagna þau Auður I. Ottesen ritstjóri Sumarhússins og garðsins og Páll Jökull Pétursson þrítugasta útgáfuári blaðsins. Þau hjón hafa alls gefið út 113 tölublöð, fyrstu sjö árin var tímaritinu dreift frítt til sumarhúsaeigenda undir nafninu Sumarhúsið. Árið 2000 var blaðið boðið í áskrift. Nafnabreyting var 2002 þegar garðyrkjuritið Við ræktum, garðyrkjuriti sem þau Auður og Páll Jökull gáfu út í 3 ár var sameinað Sumarhúsinu og bættist þá garðurinn við nafnið.

Afmælisár hjá Sumarhúsinu og garðinum

Sumarhúsið og garðurinn fagnar 30. útgáfuárinu 2022.

Sumarhúsið og garðurinn stóð að vinsælum vörusýningum í Laugardalshöll og Fífunni á árunum 2002-2008 og hefur gefið út níu bækur í bókaflokknum Við ræktum og bækurnar Draumagarðinn og 12 Glæsilegir garðar. Umfjöllunarefni bókanna er garðmenning, hönnun, gróður og ræktun.

Frá 2011 flutti útgáfan á Selfoss, þar sem boðið er upp á námskeið og markaðsdaga og opin hús fyrir áskrifendur og lesendur. Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins – Stefnumót við Múlatorg er haldin í júli ár hvert, þar er boðið upp á tónlistaupplifun, fræðslu og fjölbreyttan markað. Í ár verður sumarhátíðinn tileinkuð tímamótum blaðsins og haldið verður veglega upp á þrítugasta útgáfuárið. Sumarhátíðin okkar, Stefnumót við Múlatorg verður haldið í ár laugardaginn 16. júlí að Fossheiði 1 á Selfossi.

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn er lífsstílstímarit, umfjöllunarefnið; sumarhúsalíf, garðahönnun, garðyrkja, smíðar og handverk og ferðalög um íslenska náttúru. Á árinu 2022 verða gefin út 4 tölublöð – hvert þeirra 100 síður af glæsilegu efni.

Lauftré á Íslandi komin úr prentun

Lauftré á Íslandi er nú komin aftur, önnur prentun.

Lauftré á Íslandi er nú komin aftur, önnur prentun.

Bókin Lauftré á Íslandi sem er númer 2 í bókaflokknum Við ræktum er nú loks fáanleg á ný. Bókin hefur verið uppseld í nokkur ár, en hún var prentuð fyrst árið 2004 en er nú komin út í annarri prentun. Við höfum bætt við fjölda tegunda og nýjum myndum auk þess að hafa uppfært og bætt við upplýsingum við eldri tegundir.

Hægt er að forpanta bókina á vefnum okkar og fá hana senda heim í pósti. Verðið er aðeins kr. 5.500.- með heimsendingu.

Sáning kryddjurta

Nú er vorið að nálgast og kominn tími til að sá fyrir kryddurtunum svo að plönturnar verði tilbúnar þegar hlýnar í veðri. Hér er stutt vídeó sem segir frá því þegar Auðir ritstjóri byrjaði að sá fyrir vorið. Námskeiðin okkar eru einnig að hefjast. Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur, það eru ennþá nokkur pláss laus á næstu vikum.