Afmælisár - Sumarhúsið og garðurinn 30 ára

Á árinu 2022 fagna þau Auður I. Ottesen ritstjóri Sumarhússins og garðsins og Páll Jökull Pétursson þrítugasta útgáfuári blaðsins. Þau hjón hafa alls gefið út 113 tölublöð, fyrstu sjö árin var tímaritinu dreift frítt til sumarhúsaeigenda undir nafninu Sumarhúsið. Árið 2000 var blaðið boðið í áskrift. Nafnabreyting var 2002 þegar garðyrkjuritið Við ræktum, garðyrkjuriti sem þau Auður og Páll Jökull gáfu út í 3 ár var sameinað Sumarhúsinu og bættist þá garðurinn við nafnið.

Afmælisár hjá Sumarhúsinu og garðinum

Sumarhúsið og garðurinn fagnar 30. útgáfuárinu 2022.

Sumarhúsið og garðurinn stóð að vinsælum vörusýningum í Laugardalshöll og Fífunni á árunum 2002-2008 og hefur gefið út níu bækur í bókaflokknum Við ræktum og bækurnar Draumagarðinn og 12 Glæsilegir garðar. Umfjöllunarefni bókanna er garðmenning, hönnun, gróður og ræktun.

Frá 2011 flutti útgáfan á Selfoss, þar sem boðið er upp á námskeið og markaðsdaga og opin hús fyrir áskrifendur og lesendur. Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins – Stefnumót við Múlatorg er haldin í júli ár hvert, þar er boðið upp á tónlistaupplifun, fræðslu og fjölbreyttan markað. Í ár verður sumarhátíðinn tileinkuð tímamótum blaðsins og haldið verður veglega upp á þrítugasta útgáfuárið. Sumarhátíðin okkar, Stefnumót við Múlatorg verður haldið í ár laugardaginn 16. júlí að Fossheiði 1 á Selfossi.

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn er lífsstílstímarit, umfjöllunarefnið; sumarhúsalíf, garðahönnun, garðyrkja, smíðar og handverk og ferðalög um íslenska náttúru. Á árinu 2022 verða gefin út 4 tölublöð – hvert þeirra 100 síður af glæsilegu efni.

Námskeið á vorönn 2021

Vinsæl námskeið

Sumarhúsið og garðurinn hefur staðið fyrir farsælum námskeiðum frá árinu 2009 í garðyrkju, garðahönnun og handverki. Námskeiðin hafa notið vinsælda og hafa rúmlega 2500 manns sótt þau. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru reynsluboltar og allir fagmenntaðir. Námskeið Sumarhússins og garðsins eru haldin víða um land í samvinnu við félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og fræðslumiðstöðvar, bæði í staðar- og í fjarnámi. Sumarhúsið og garðurinn hefur komið sér upp góðri aðstöðu til námskeiðahalds í Fossheiði 1 á Selfossi. Þar er fín aðstaða bæði til bóklegrar- og verklegrar kennslu í tveimur gróðurhúsum og í sérhönnuðum sýningar- og kennslugarði. 

Hlaðbær 18_CRW_5437.jpg

Í samkomubanninu í ársbyrjun 2020 færðust námskeið Sumarhússins og garðsins yfir á netið í fjarkennslu. Notast var við Zoom fjarfunda forritið. Rúmlega 300 nemendur sóttu námskeiðin sem reyndust árangursrík og verður boðið uppá þau aftur. Auk fjarnámskeiða á netinu verður boðið uppá staðarnámskeið á vorönn 2021. Bæði í Fossheiði 1 á Selfossi og víða um land á vegum fræðslumiðstöðva og fyrirtækja.

Að gleyma stað og stund

Ítrekað hafa rannsóknir sýnt að nálægð við gróður og ræktun hefur róandi og góð áhrif á líðan fólks. Hún reynist góð til að losa um streytu og er einnig árangursrík meðferð fyrir þá sem þjást af kvíða og þunglyndi. Ræktun og umhirða plantna reynist vel til að gleyma stað og stund. Hvort sem ræktunin er á stórum skala eða í matjurtahorni í garðinum eða á svölunum. Að rækta sitt eigið, hvort sem það er garðagróður, matjurtir eða kryddplöntur gefur líka af sér og er fjárhagslega hagkvæmt. 

Verðlisti 2021

Staðarnámskeið í Fossheiði 1, Selfossi

Námskeiðin í Fossheiðinni eru í bland bókleg og verkleg. Innifalið eru veitingar, nemar fá vönduð námsgögn og hafa með sér plöntur sem þeir hafa sáð eða græðlinga ef það á við. Auk þessa 3 tölublöð af tímaritinu Sumarhúsið og garðurinn. 

3ja tíma námskeið kr. 9.900.- á mann
5 tíma námskeið í matjurtarækt kr. 19.800.- á mann

• Ræktaðu þitt eigið krydd.
• Ræktaðu þitt eigið grænmeti.
• Æti hraukurinn – farið er í uppbyggingu hraukbeða sem gefa allt að mun betri uppskeru en í hefðbundnum ræktunarbeðum.
• Græn þök, lóðréttir gróðurveggir og illgresisfrí gróðurbeð.
• Blómstrandi runnar og rósir
• Ræktun berjarunna
• Borðaðu blómin í garðinum – ræktaðu æt blóm til að gera matinn fallegri.
• Fuglar sem sækja í garðinn og njóta lífsins í skógi – smíði fuglahúsa og fæðustalla.
• Klipping og umhirða runna og trjágróðurs.

Fjarnámskeið

Á vorönn 2021 býður Sumarhúsið og garðurinn upp á fjölda námskeiða í fjarnámi. Námskeiðin eru 90 mínútur hvert. Notast er við Zoom fjarfunda forritið. Verð fyrir námskeiðið er kr. 60.000 fyrir allt að 16 nemendur. Verð fyrir hvern nema umfram 16 er kr. 3.500. Hámarksfjöldi er 30. Nemendur á fjarnámskeiðum fá aðgang að lokaðri hópsíðu á Fésbókinni í mánuð eftir námskeiðið. Þar geta þeir skoðað námsefnið, spurt leiðbeinandann og miðlað reynslu sinni og spjallað við aðra nemendur.

Fjarnámskeið á vorönn 2021

• Pottaplöntubarinn
• Lífræn ræktun – skiptirækt, áburður, lifandi mold.
• Forræktun mat- og kryddjurta.
• Mat- og kryddjurtarækt – útirækt
• Æti hraukurinn – farið er í uppbyggingu hraukbeða sem gefa allt að mun betri uppskeru en í hefðbundnum ræktunarbeðum.
• Fjölæringar eru heillandi heimur I
• Fjölæringar eru heillandi heimur Il
• Græn þök, lóðréttir gróðurveggir og illgresisfrí gróðurbeð 
• Blómstrandi runnar og rósir
• Ræktun berjarunna
• Borðaðu blómin í garðinum – ræktaðu æt blóm til að gera matinn fallegri.
• Fuglar sem sækja í garðinn og njóta lífsins í skógi – smíði fuglahúsa og fæðustalla
• Klipping og umhirða runna og trjágróðurs.

Nánari tímasetningar auglýstar síðar.

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning hér.

Gróðursetning góð á haustin

Haustið er góður tími til að gróðursetja tré og runna. Ólafur Njálsson garðyrkjusérfræðingur segir 110% ávinning af því að gróðursetja plöntur er fer að hausta. Ástæðan er sú að seinni part sumars og á haustin vaxa rætur plantna einna mest. Ofanvöxtur er hættur, öll næring sem framleidd er í blöðunum fer niður í rætur. Ástæðan er svo ekki síður sú að á vorin er gróður tilbúinn að vaxa strax og hlýnar í mars, apríl og maí sem er það forskot sem skilar sér í betri sumarvexti plöntunnar.

Sveppagró á flögri á haustin

Ryð í alaskaösp.

Ryð í alaskaösp.

Sveppagró, sem eru smitberar fjölmargra sveppasjúkdóma í gróðri, berast með loftinu síðsumars og á haustin. Því er óheppilegt að klippa trjágróður og runna því sveppir eiga greiða leið í opin sár sem gróa ekki að fullu fyrr en nýtt vaxtartímabil hefst næsta vor. Heppilegast er að klippa trjágróður seinni hluta vetrar og snemma á vorin, frá febrúar og fram í byrjun maí.