Afmælisár - Sumarhúsið og garðurinn 30 ára

Á árinu 2022 fagna þau Auður I. Ottesen ritstjóri Sumarhússins og garðsins og Páll Jökull Pétursson þrítugasta útgáfuári blaðsins. Þau hjón hafa alls gefið út 113 tölublöð, fyrstu sjö árin var tímaritinu dreift frítt til sumarhúsaeigenda undir nafninu Sumarhúsið. Árið 2000 var blaðið boðið í áskrift. Nafnabreyting var 2002 þegar garðyrkjuritið Við ræktum, garðyrkjuriti sem þau Auður og Páll Jökull gáfu út í 3 ár var sameinað Sumarhúsinu og bættist þá garðurinn við nafnið.

Afmælisár hjá Sumarhúsinu og garðinum

Sumarhúsið og garðurinn fagnar 30. útgáfuárinu 2022.

Sumarhúsið og garðurinn stóð að vinsælum vörusýningum í Laugardalshöll og Fífunni á árunum 2002-2008 og hefur gefið út níu bækur í bókaflokknum Við ræktum og bækurnar Draumagarðinn og 12 Glæsilegir garðar. Umfjöllunarefni bókanna er garðmenning, hönnun, gróður og ræktun.

Frá 2011 flutti útgáfan á Selfoss, þar sem boðið er upp á námskeið og markaðsdaga og opin hús fyrir áskrifendur og lesendur. Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins – Stefnumót við Múlatorg er haldin í júli ár hvert, þar er boðið upp á tónlistaupplifun, fræðslu og fjölbreyttan markað. Í ár verður sumarhátíðinn tileinkuð tímamótum blaðsins og haldið verður veglega upp á þrítugasta útgáfuárið. Sumarhátíðin okkar, Stefnumót við Múlatorg verður haldið í ár laugardaginn 16. júlí að Fossheiði 1 á Selfossi.

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn er lífsstílstímarit, umfjöllunarefnið; sumarhúsalíf, garðahönnun, garðyrkja, smíðar og handverk og ferðalög um íslenska náttúru. Á árinu 2022 verða gefin út 4 tölublöð – hvert þeirra 100 síður af glæsilegu efni.

Njótum vetrarins

Stormar, rigning og snjókoma í bland við bjart og fallegt gluggaveður einkennir þorrann. Gott er að gera vel við sig í mat í inniverunni, lesa eða dunda innandyra. Gott að gera plön fyrir sumarið, huga að garðhúsgögnunum hafi maður bílskúr og jafnvel mála innandyra. Spurning hvort það vanti nýjar gardínur í bústaðinn, fleiri púða í sófann eða gera sér ferð í garðyrkjuverslanir og skoða fræframboð.

Laufið í gróðurbeðunum er sem teppi sem hlífir plönturótum og viðkvæmum nýgræðingi sem er að vakna til lífsins. Leyfið því að liggja fram í byrjun júní, það moðnar og maðkarnir taka sinn toll því þeir koma svangir upp á yfirborðið eftir veturinn. Þegar svo kemur að því að hreinsa beðin eru leifarnar af laufinu settar í moltutunnuna eða grafnar niður á milli trjánna þar sem þær verða að næringarríkri mold með tímanum. Stöngla af fjölærum plöntum má brjóta og leggja yfir plönturnar til að hlífa þeim því enn er von á frostnóttum þegar heiðskírt er. 

Nú má fara að huga að hvaða trjágróður og runna þarf að snyrta og brýna verkfærin. Náttúran er í vetrardvala og þá er tilvalið að klippa limgerðið og hlúa að því með því að setja greinar yfir viðkvæman gróður eða sveipa striga til að verja sígræna runna sterkri vorsólinni.

Vorlaukarnir eru gleðigjafi
Fyrir fagurkerana er svo lag að splæsa á sig nokkrum vorlaukum, glitfíflum (Dahlia), snotrum (Animone) og liljum (Lilium). Úrval af þeim eru nú til í garðyrkjuverslunum. Ódýrari blóm fást varla og það er algert yndi að fylgjast með þeim vaxa upp í eldhúsglugganum meðan maður bíður eftir því að það verði nógu hlýtt til að bregða sér í stuttbuxur og skunda út í garð og gróðursetja þær í sumarylnum, en það er ekki komið að því alveg strax.

Dagatal 2021

Loftmyndir af Íslandi prýða dagatalið fyrir 2021 að þessu sinni. Ljósmyndarinn Páll Jökull Pétursson hefur ferðast víða um land á undanförnum árum sem leiðsögumaður og ljósmyndari og hefur fangað fegurð landsins sem þið fáið hér að njóta í heilt ár.

Hægt er að panta dagatalið hér og fá það sent heim.

2021 Calendar.png

Takið vel á móti nýju ári!

Við sendum heim.

Lauftré á Íslandi komin úr prentun

Lauftré á Íslandi er nú komin aftur, önnur prentun.

Lauftré á Íslandi er nú komin aftur, önnur prentun.

Bókin Lauftré á Íslandi sem er númer 2 í bókaflokknum Við ræktum er nú loks fáanleg á ný. Bókin hefur verið uppseld í nokkur ár, en hún var prentuð fyrst árið 2004 en er nú komin út í annarri prentun. Við höfum bætt við fjölda tegunda og nýjum myndum auk þess að hafa uppfært og bætt við upplýsingum við eldri tegundir.

Hægt er að forpanta bókina á vefnum okkar og fá hana senda heim í pósti. Verðið er aðeins kr. 5.500.- með heimsendingu.

Sígræn og til skrauts allt árið

Í Fossheiðargarðinum þekja hnoðrar, steinbrjótar og húslaukur gróðurbeðin og tegundirnar eru í kerjum og pottum. Litbrigði tegunda innan ættkvíslanna eru einstök. Blaðlitir ná yfir allan grænskalann, rauða tóna og gula. Mismunandi blaðgerð og fegurð blómanna á einnig stóran þátt í því að menn hafa nýtt sér þessar ættkvíslir á listrænan hátt.

Nýtt útlit - glæsilegt blað

SG_4tbl_2017.jpg

Tímaritið Sumarhúsið og garðurinn tók nokkrum stakkaskiptum við útkomu haustblaðsins okkar, 4. tbl. 2017, þar sem nýr útlitshönnuður hefur tekið við útlitshönnun blaðsins. Það er Sóley Stefánsdóttir grafískur hönnuður sem hefur tekið við því starfi sem Páll Jökull hefur sinnt síðustu 20 árin við umbrot tímaritsins. Við sjáum nú þegar nokkrar breytingar og aðrar áherslur sem fylgja nýjum starfskrafti, en Sóley hefur í fjölda ára haft mikinn áhuga á umhverfismálum. 

Ein af breytingunum sem hafa nú þegar orðið er að við skiptum um pappír, erum nú með aðeins þykkari, mattan pappír sem þykir hafa umhverfisvænna yfirbragð.

Við hlökkum til að fá að vinna með Sóleyju við að gera blaðið okkar ennþá betra og fallegra.

Veturinn gengur í garð

Litríkur vetrarmorgun á Selfossi, lognið á undan storminum þar sem fyrsti alvöru vetrarstormurinn er yfirvofandi. Garðurinn okkar í Fossheiði 1 er kominn í vetrarbúning, síðustu laufin eru að falla og ein stök rós stendur ennþá og býður frostinu birginn. Tjörnin er frosin með litríkum laufum eins og sýningarskápur fyrir liðið haust. Vínberin í gróðurhúsinu hafa náð fullum þroska, en verða kannski ekki að rauðvíni þetta árið. Ég skutlaði garðhúsgögnunum inn til þess að þau fari ekki á flug þegar lægðin gengur yfir seinnipartinn, minni ykkur á að gera slíkt hið sama.