Njótum fegurðarinnar
/Njótum þess að fegra í kringum okkur, á svölunum, á vinnustaðnum og í garðinum. Nokkur blóm í potti veita ótrúlega gleði. Ekki spara pottastærðina því raki helst betur í stórum potti en litlum.
Njótum þess að fegra í kringum okkur, á svölunum, á vinnustaðnum og í garðinum. Nokkur blóm í potti veita ótrúlega gleði. Ekki spara pottastærðina því raki helst betur í stórum potti en litlum.
Í Fossheiðargarðinum þekja hnoðrar, steinbrjótar og húslaukur gróðurbeðin og tegundirnar eru í kerjum og pottum. Litbrigði tegunda innan ættkvíslanna eru einstök. Blaðlitir ná yfir allan grænskalann, rauða tóna og gula. Mismunandi blaðgerð og fegurð blómanna á einnig stóran þátt í því að menn hafa nýtt sér þessar ættkvíslir á listrænan hátt.