Gróðursetning að hausti

Haustverkin-í-garðinum800px.jpg
Uppbinding_800px.jpg

Aðal vaxtartími róta fjölærra garðplantna er að hausti. Þá eru trén að flytja forða úr laufunum niður í ræturnar. Ný gróðursett tré og runnar eru fljótari að róta sig og minni hætta á að þau þorni eða kali vegna hreta. Hægt er að gróðursetja tré og runna langt fram á vetur svo fremi sem jörð er ekki frosin. Grafa ætti holu sem er á bilinu 60-200 cm breið eftir stærð trésins og góðar 2-3 skófludýptir niður. Blanda við moldina sandi og vel niðurbrotnum húsdýraáburði eða moltu. Aldrei ætti að láta tré standa dýpra en það stóð í pottinum. Tryggja þarf góðan stuðning við trén og reka niður staura.

Ágústa Erlingsdóttir brautarstýra skrúðgarðyrkju í Garðyrkjuskólanum ráðleggur að tré þurfi að lámarki 2 staura í heimilisgarðinum. Í gatnaframkvæmdum er notast við 3 staura. Nota á grennstu gerð af girðingarstaurum. Hægt er að nota gúmmíborða, sem fæst meðal annars í Garðheimum, og á milli stofns og staurs á að nota gúmmísylgju sem tryggir að tréð vaggi sem minnst. Einnig er hægt að nota grisjur í borðum, enda eru þær úr hampefni sem brotnar niður með tímanum og því minni hætta á að skemma stofninn. Alls ekki nota vír, efnið verður að gefa aðeins eftir. Dekkjaslöngur úr reiðhjólum er í lagi að nota, en þá á að hafa slöngurnar heilar, ekki skera þær endilangar. Þá er slangan sett upp á stofninn og snúið vel upp á til að hún gefi sem minnst eftir. Ekki ætti að nota dekkja slöngu úr bílum, en slíkt er ekki algengt í dag sem betur fer. Þær slöngur eru of breiðar og ef þær eru skornar getur það skaðað tréð. Setja ætti stuðninginn á neðsta þriðjung trésins eða í hálfa hæð þess. Uppbindingarnar eiga allar að vera í sömu hæð svo að tréð geti vaggað eðlilega. Ein uppbinding úr hverjum staur. Ef aðeins er notaður einn borði á milli tveggja staura getur tréð færst til innan borðans og börkurinn særst. Uppbindingin má ekki særa börkinn, enda getur slíkt leitt til sveppasýkingar og jafnvel dauða trésins.

Í nýjasta eintakinu af sumarhúsið og garðurinn

Í nýjasta eintakinu af Sumarhúsið og garðurinn segir Sara María Júlíudóttir okkur frá jógapottaplöntunum sínum sem eru 250 talsins. Við skoðum glerlistaverkin hans Dave Chihuly í konunglega Kew garðinum. Í blaðinu sínum við frá smíði á vindmyllu fyrir 5000 kr og kennum hvernig þú getur hafið framleiðslu á þínu eigin rafmagni. Sínum hvernig þú getur ræktað tómata allt árið um kring, förum yfir haustverkin í garðinum og Jóhann Óli fuglasérfræðingur er með myndaþátt um lífsnauðsyn vatns fyrir fugla. Þetta og margt margt fleira má finna í blaðinu.

Námskeið á næstunni

Kryddjurtarækt - 26. október

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu tegundir kryddjurta sem rækta má í garðinum, sumarhúsalandinu, á svölunum, í eldhúsglugganum og með vatnsrækt.

Ræktun undir ljósi - 9. nóvember

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu tegundir ræktunarljósa, hvaða tegundir henta best til inniræktunar, hvaða rými ætti að velja og hvernig vatnsrækt virkar.

Töff og náttúrulegar aðventuskreytingar - 16. nóvember

Á námskeiðinu læra nemendur að gera frumlegar umhverfisvænar aðventuskreytingar þar sem notaður er efniviður úr skóginum, greinar, könglar og þykkblöðungar. Nemendur hafa með sér 3 skreytingar heim.

Pottaplöntubarinn - 18. janúar 2020

Viltu fríska uppá pottaplönturnar þínar og eða eignast nýjar? Kynna þér nýjar tegundir, læra að umpotta, taka græðlinga og raða saman smart tegundum í samplantanir. Ef svo er þá er þetta námskeið fyrir þig.

Djásn úr drasli - 25. janúar 2020

Margt af því sem við hendum er nýtanlegt í allskyns annað. Á námskeiðinu eru kynntar ótal hugmyndir um hvernig megi nýta betur. Moltugerð er kynnt, hvað hægt er að gera við matarafganga, nýtist pappírinn og plasti í handverk og hvernig er hægt að breyta löskuðum húsgöngum í flottar mublur.

Umönnun, ræktun og samsetning fjölærra blómbeða - 25. apríl 2020

Fjölæringar eru heillandi heimur sem Embla kynnir á námskeiði sínu um fjölærar blómplöntur, segir frá fjölda tegunda, ræktunaraðferðum, skiptingu plantanna. Hún fer yfir hvaða tegundir fara vel saman og mynda ómótstæðilega heild.

Nánar: http://www.rit.is/namskeid/kryddjurtir

Vel heppnuð sumarhátíð Sumarhússins og garðsins - Takk fyrir komuna.

Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins “Stefnumót við Múlatorg var haldin Laugardaginn 27. júlí. Öllum áskrifendum, velunnurum og landsmönnum var boðið að koma og njóta sumarhátíðarinnar í Fossheiðargarðinum sem var í sumarskrúða. Hljómsveitin Skorsteinn lék evrópsk þjóðlög sem ómaði yfir markaðinn þar sem versla mátti vandaða listmuni og handverk. Markaðurinn var vel sóttur og lögðu mörg hundruð manns leið sína á Selfoss, Fossheiði 1 þar sem Sumarhúsið og garðurinn er með höfuðstöðvar.

Gestir gátu lært um hænsnarækt í heimagarðinum af tveimur fróðustu hænsnaræktendum landsins og fengið ráðgjöf frá Líflandi með aðbúnað til hænsnaræktunar. Lífrænar varnir í gróðurhúsum voru til sýnis og Býflugnaræktendafélag Íslands sagði frá hunangsframleiðslu á Íslandi og býrækt. Hægt var að gæða sér á pönnukökum frá Pönnukökuvagninum og Pylsuvagninn á Selfossi seldi sínar landsþekktu pylsur í pylsukrílinu sínu. Ljósmyndari blaðsins Páll Jökull Pálsson setti upp ljósmyndasýningu á blómunum úr Fossheiðargarðinum ásamt landslagsmyndum úr náttúru Íslands.

Pottaplöntubarinn sló í gegn og mikill fjöldi kom með pottaplöntur til að býtta við næsta mann á hátíðinni. Boðið var upp á umpottun á pottaplöntum og var hægt að fjárfesta í mold og pottum á staðnum á hagstæðu verði. Gestir gátu einnig fjárfest í pottaplöntum á hagstæðu verði frá Garðyrkjustöðinni Flóru í Hveragerði.

Í ár veitti Sumarhúsið og garðurinn í fyrsta sinn hvatningaverðlaunin "Rósina". Hún er veitt þeim sumarhúsaeigendum eða garðáhugamönnum sem sýnt hafa framúrskarandi hugmyndaauðgi og elju. Rósina 2019 fengu hjónin Kristrún Sigurðardóttir og Símon I Ólafsson sem eiga sumarbústað í Kjósinni og hafa ræktað og skapað þar síðan 1972 með þrautseigju, hæfni og hugmyndaauðgi og náð undraverðum árangri.

Takk fyrir komuna og sjáumst 18. júlí 2020.

Lóðréttur gróðurveggur - Auður allt árið

Vegna þeirrar miklu virðingar sem Auður ber fyrir þeim mönnum og konum sem sækja ruslið vildi hún að fallegasta byggingin á lóðinni væri ruslatunnuskýlið. Í þessu myndskeiði kennir Auður okkur hvernig byggja megi lóðréttan vegg á hagkvæman og áhrifaríkan hátt. Þar fá hnoðrar, steinbrjótar og húslaukar að njóta sín og vaxa um ókomin ár.

Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins “Stefnumót við Múlatorg” haldin í 6 sinn.

Sumarhúsið og garðurinn bíður til hátíðar laugardaginn 27. júlí að Fossheiði 1 á Selfossi. Velunnurum, áskrifendum Sumarhússins og garðsins og þjóðinni eins og hún leggur sig er boðið á hátíðina. Garðurinn er í fullum blóma og skartar sínu fegursta. Við erum að sýna nú í fyrsta sinn lóðréttan gróðurvegg, nýtt kryddjurtabeð og verkfærageymslu með allskyns lausnum sem gæti verðið öðrum fyrirmynd. Fræðsluþema hátíðarinnar eru hænsni í heimilisgarðinn og sumarbústaðinn, skordýravarnir í gróðurhúsið. Við verðum með garð- og pottaplöntur til sölu og pottaplöntubar þar sem hægt verður að umpotta, mold og pottar eru til sölu á staðnum. Þeir sem eiga pottaplöntur til skiptanna geta komið með þær og býttað við næsta mann á hátíðinni. Í gróðurhúsinu í bakgarðinum verður Óli Finnsson garðyrkjufræðingur með fræðslu um lífrænar skordýravarnir og til sýnis humlubú, samskonar og garðyrkjubændur nota til frjóvgunar á tómötum og jarðarberjum. Auk fræðslu þá verður Páll Jökull ljósmyndari með ljósmyndasýningu, bæði landslagsmyndir og af blómum úr garðinum. Í ár veitir Sumarhúsið og garðurinn í fyrsta sinn “Rósina”, Hvatningarverðlaun Sumarhússins og garðsins. Þau eru veitt þeim sumarhúsaeigendum eða garðáhugamönnum sem sýnt hafa framúrskarandi hugmyndaauðgi og elju.

Á Stefnumótinu við Múlatorg er einstök stemning, gestum líkar vel að koma og hlíða á lifandi tónlist sem flutt er á pallinum í garðinum. Í ár er það hljómsveitin Skorsteinn sem flytur Evrópska þjóðlagatónlist. Svo er það markaðurinn sem hefur þróast og stækkað ár frá ári. Á lista og handverksmarkaðinum eru kúnstnerar og hagleiksfólk sem gera alveg dásamlega hluti. Allt svo vandað og fallegt. Við erum svo með til sölu plöntur, garðvörur, erlendar garðyrkjubækur og auðvitað alla 25 árgangana af Sumarhúsinu og garðinum og bækurnar okkar. Mæðgurnar í Pylsuvagninum verða með okkur og Pönnukökuvagninn þannig að enginn fer svangur heim. Stefnumót við Múlatorg er frá 11-17 . Von er á miklum fjölda og hvetjum við fólk að koma snemma til að njóta sem best þess sem hátíðin hefur að bjóða.

https://www.facebook.com/events/465215214315658/

Konungleg blómasýning og hænsnarækt í heimagarðinum.

s&g_kapa_3tbl_2019-600px.png

Nýjasta tölublaðið er komið í verslanir. Í blaðinu fjöllum við um eina merkustu blóma og garðyrkjusýningu Evrópu "The Chelsea Flower Show". Í lok maí fóru þeir Óli Finnsson og ljósmyndari blaðsins Páll Jökull til London til að mynda og upplifa sýninguna. Við sýnum brot af fegurðinni og biðjum ykkur vel að njóta.

Þemaefni blaðsins er hænsnarækt og kom það skemmtilega á óvart hversu margir eru með hænsni í garðinum og sumarbústaðarlandinu og njóta þess í botn að fylgjast með fiðurfénu og eggjunum sem eru sannarlega búbót.

Erling Ólafsson og Matthías Alfreðsson leggja á ráðin með okkur hvernig vinna má bug á lúsmýinu. Í Kerhrauni í Grímsnesi hefur Guðrún M. Njálsdóttir og eiginmaður hennar Guðfinnur Traustason komið sér vel fyrir. Þar hafa þau ræktað sér sinn sælureit í áður rauðri eyðimörk. Við gefum uppskrift hvernig leirbaka má silung á opnum eldi og nýta villtar íslenskar jurtir til kryddunar og margt margt fleira.

Stefnumót við Múlatorg

SVM_banner.jpg

Markaðshátíðin okkar, Stefnumót við Múlatorg verður 27. júlí frá kl. 11:00 - 17:00. Garðurinn er þá í fullum blóma og bjóðum við heim velunnurum okkar, áskrifendum og þjóðinni. Við erum með ljósmynda- og plöntusýningu og lifandi tónlist á pallinum. Markaður með plöntum, handverki og listmunum í garðinum og nágrenni hans. Við höfum staðið fyrir markaðshátíð frá árinu 2014 sem ætíð hefur verið lífleg og gestir skemmt sér vel og gert góð kaup.

Hefur þú eitthvað sem þig langar að kynna eða selja? Við bjóðum listafólki, fyrirtækjum, handverksfólki og lesendum okkar tækifæri til að slást í hópinn. Handverk, heimagert, eða eitthvað nýtilegt í geymslunni, kompunni, bílskúrnum, skemmunni eða gróðurhúsinu sem þú villt koma í verð?

Sölusvæði sem eru í boði:
Komdu með bílinn og seldu notuð föt og dót beint úr skottinu.
Leigðu pláss fyrir 2 metra borð, söluaðilar koma með eigin borð.
Leigðu 10 fm svæði.
Leigðu 9 fm í grænu tjaldi.

Skráning og nánari upplýsingar um sölubása er í fullum gangi á oli@rit.is

https://www.facebook.com/events/465215214315658/

Bongóblíða í gróðurhúsinu og töfrandi miðaldaskógur

Screen Shot 2019-05-28 at 15.35.06.png

Það kennir ýmissa grasa í þessu tölublaði og eru gróðurhúsin áberandi enda ræktunartíminn runninn upp. Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um gróðurhús, við gefum góð ráð varðandi val á nýju gróðurhúsi og hverjir eru helstu söluaðilar.

Í blaðinu er viðtal við Jón Guðmundsson garðyrkjufræðing sem lumar á mörgum nýjum og spennandi matjurtum sem hann ræktar í garðinum sínum á Akranesi og inni í góðurhúsi.

Jóhann Óli segir frá hreiðurgerð spörfugla sem er sannkölluð listasmíð náttúrnnar. Við spjöllum við Loja sem saumar sögur í kaffipoka og heimsækjum Hillu sem hefur ræktað upp einn fallegasta garð á Austfjörðum samhliða því að stunda róðra út við Djúpavog. Rúsínan í pulsuendanum er svo heimsókn okkar á slóðir hobbitanna í Puzzlewood sem er töfrandi miðaldaskógur í Bretlandi og kennum hvernig djúpsteikja má fífla ásamt mörgu fleiru.

Þökkum fyrir okkur

Auður segir hér frá nýuppsettum blómabeðum og kennslusvæði.

Auður segir hér frá nýuppsettum blómabeðum og kennslusvæði.

Það var föngulegur hópur sem mætti á opið hús síðastliðinn sunnudag. Þar var boðið upp á kaffi, kleinur, piprmyntu te og skoðunarferð um fossheiðargarðinn. Þar fræddi Auður I. Ottesen um það uppbygingarstarf sem hefur farið í garðinn og útgáfu Sumarhússins og garðsins. Óli Finnsson sagði frá tómat og chiliræktun, áhugasamir nældu sér í eigin plöntur til að rækta í sumar. Þökkum kærlega fyrir okkur og sumarkveðjur

Opið hús á morgun - 12 maí

Við fögnum sumarkomunni þann 12. maí milli klukkan 14-17 í Fossheiðargarðinum með sýningu á sumarblómum og ávaxtatrjám. Ólívutré og ávaxtatré eru í blóma í gróðurhúsunum og garðurinn er að vakna til lífsins eftir vetrardvalann. Forræktaðar grænmetis- og kryddplöntur fylla alla króka og kima og í eldhúsglugganum eru gúrkur og tómatar að gefa ávöxt. Hægt verður að kaupa chili-pipar og tómatplöntur á staðnum og Óli Finnsson nýji starfsmaðurinn okkar verður á staðnum til að fræða um ræktun og umhirðu á chili plöntum.Við bjóðum áskrifendum Sumarhússins og garðsins, nemendum á námskeiðum okkar og viðskiptavinum okkar velkomin að deila með okkur dagparti og þiggja te/kaffi/svaladrykk með kleinunum. 

Vorverkin í garðinum

Morgunfrú Fossheiði 1_blóm_20180813_DSC1196.jpg

Það minnir æði margt á að vorið sé á næsta leiti, þessir sífelldu umhleypingar. Veðurguðirnir virðast eiga í mesta basli að ákveða ríkjandi vindáttir eða veðurfar. En í slíkum veðrum er vissara að huga vel að garðinum og fuglunum sem hann sækja. Tryggja þarf viðkvæmum trjám og fjölæringum farborða inn í sumarið og undirbúa hvað skal rækta.

MARS:

Stari að borða epli_MG_0135 (1).jpg

Gefið smáfuglum

Í vetrarfrosti og gaddi eiga smáfuglar erfitt uppdráttar og þurfa mikla orku til að halda sér heitum. Gott er að blanda dýrafitu eða olíu samanvið matarafgangana eða fræin. Ávexti eins og epli eða perur er skynsamlegt að hengja á trjágrein eða staur til að þeir fái tíma til að kroppa.

 
Sitkagreni limgerði (1).jpg

Skerpa klippur og snyrta runna

Nú er tíminn til að snyrta limgerði og runna. Beittar klippur gefa hreinan skurð sem grær fyrr og minnkar líkur á að ránsveppir komist inn í sárin. Alltaf ætti þó að þrífa og sótthreinsa klippur vel áður en farið er í snyrtingar. Hentugast er að klippa limgerði A-laga, þá er limgerðið breiðast neðst og mjókkar eftir því sem ofar dregur.

 
Fjóla Fossheiði 1_blóm_20180813_DSC1217.jpg

Forrækta sumarblóm og matjurtir

Fjölmargar tegundir sumarblóma og matjurta er skynsamlegt að setja niður í mars til að blómstur og uppskera sé tilbúin í sumarbyrjun. Kynnið ykkur sáningartíma vel til að vera nægilega snemma í því. Gott er að setja niður tómata og chili-pipra í mars til að ná fyrstu uppskeru í byrjun sumars.

 
Skýling__DSC5363.jpg

Hugið að sígrænu plöntunum

Þegar frost er í jörðu ná rætur sígrænna plantna ekki að taka upp neitt vatn. Þegar sólin skín og vindurinn gnauðar á plöntuna geta barrnálar þornað upp og orðið brúnleitar. Þar sem ungplöntur eru viðkvæmastar ætti því að skýla þeim á veturna fyrstu árin eftir útplöntun með léttum strigapokum eða öðru hentugu. Ef þú gleymdir því síðasta haust er tímabært að setja yfir þær núna.

 
Kartöflur settar niður_270507_CRW_0189.jpg

Látið kartöflurnar spíra

Kartöflur þurfa 4-6 vikur á björtum stað til að spíra, varist þó beina sól. Ekki ætti að setja kartöflur of snemma niður í jarðveginn heldur ætti jörð að vera orðin volg (7-8°C) til að plönturnar nái sér strax á strik. Heppilegur tími er í maí og jafnvel byrjun júní.

 

APRÍL:

Rabarbari_%27Udine%27_20110405_MG_9081.jpg

Bleikur rabarbari

Nú er tíminn til að skýla fyrstu rabarbarasprotunum með stórum leirpott eða svipaðri yfirbreiðslu. Með því að útiloka sólarljósið verða sprotarnir sætari og bragðbetri. Hvað er betra en sæt rabbarbarasúpa til að fagna vorkomunni.

 
IMG_2559.JPG

Forræktun matjurta

Forrætkun mat- og kryddjurta er misjöfn eftir tegundum. Sem dæmi þá þurfa gúrkur, káltegundir og fjölmargar kryddjurtir 4-6 vikna forræktunartíma. Ef gúrkurnar eiga að fara út í kalt gróðurhús þarf að tryggja að næturhitinn fari ekki undir 15°C. Gott er að skýla þeim með akrýldúk til að vernda ung blöð gegn kulda og sólbruna. Kálplöntur er hægt forrækta innandyra í góðri birtu. Þær þrífast þó best við örlítið svalari aðstæður 15-20°C. Hægt er að planta út í beð um mánaðarmótin maí-júní. Það er skynsamlegt er að setja akrýldúk yfir kálplönturnar fyrstu vikurnar eftir útplöntun.

Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins

Sumarhátíð Sumarhússins og garðsins, verður haldin laugardaginn 11. ágúst, frá 14-17.

Staðsetning: Fossheiði 1, Selfossi.

Gestum er boðið að skoða garðinn þar sem fjöldi tegunda er í blóma. Plönturnar í æta hrauknum eru í fullum blóma og einnig má sjá lóðréttan blómavegg sem er nýjasta viðbótin í garðinum. Páll Jökull Pétursson verður með ljósmyndasýningu og lifandi tónlist á pallinum.

 

Skordýr gagnleg í garðinum

Skordýr eru mörg afar gagnleg og býflugurnar sjá um að frjógva blómin. Þær búa sér til bú í haugum, gjótum og undir pallinum. Hvet ykkur til þess að amast ekki við þeim og láta þær afskiptalausar. Þær mesta lagi stinga ef þið stigið á þær. Ef þær rata inn þá er auðvelt að ná þeim með því að setja glas yfir, smeygja blaði undir glasið, bera þær svo út og sleppa í frelsið.

Skærmbillede 2018-07-31 kl. 15.53.31.png

Nýtið blómin og kryddjurtirnar

Nýtið ykkur æt blóm í klaka sem flott er að setja út í vatn eða sumardrykki. Skógarmalva (Malva sylvestris) er hér á myndinni. Prófið líka að frysta í klaka hádegisblóm (Dorotheanthus bellidiformis), fjólur (Viola tricolor), stjúpur (Viola x wittrockiana) sem öll eru með milt bragð og skáblað (Begonia x tuberhybrida) ef vilið þið fá súrt bragð.

Betlehemstjarna (Campanula isophylla) var vinsælt inniblóm fyrir nokkrum áratugum en er nú notuð til prýði í hengipotta og ker úti við. Hún er með fallegar bláar klukkur og afar blómviljug. Til að hún lifi frá ári til árs þá er lag að taka hana inn á haustin og geyma yfir veturinn inni í óupphituðu gróðurhúsi eða undir yfirbreiðslu.

Skærmbillede 2018-07-31 kl. 15.49.26.png

Nýtið kryddjurtirnar ykkar jöfnum höndum og þær vaxa. Notið graslaukinn, hjálmlauk og skessujurt allt sumarið og svo eftir því sem plönturnar vaxa til matagerðar. Ef vöxturinn er meiri en þið fáið torgað jafnóðum þá er tilvalið að búa til kryddolíur, þurrka kryddið til seinni nota eða útbúa súputeninga með því að frysta kryddið í vatni og geyma. Ekkert ætti að þurfa að fara til spillis.